top of page

OKKAR VEGIR, YKKAR VELFERÐ

Arrow Down
22-0000.Hofdi-malbikunarstod-logo2-RGB.jpg

Opnunartími

á vigt

Frá og með 1. Október 2023 verður lokað fyrir almenna afgreiðslu en opnunartími fyrir vigtanir vegna skráninga hjá Samgöngustofu verða :

Þriðjudagar - 10:00-12:00
Fimmtudagar
- 10:00-12:00
utan opnunartíma verður hægt að hringja á undan sér og athuga hvort starfsmaður sé við til að afgreiða vigtanir í síma 587-5848
 

Vigtin er staðsett á starfstöð okkar á Sævarhöfða 6 - 10.

utan opnunartíma vigtar er hægt að hafa samband í síma.

DJI_0023.JPG
fraes.jpg

Mulið malbik

grænn kostur

þegar endurnýja á malbikuð plön og götur þarf að fræsa upp malbikið sem fyrir er til að hægt sé að leggja nýtt yfirlag á svæðin, malbikið sem fæst með því er kallað fræs. Þetta efni er unnið hér á Malbikunarstöðinni og er meðal annars endurunnið í nýju malbiki til útlagningar. Þetta efni er hinsvegar líka hægt að leggja út kalt eða með malbikunarvél og fá góða yfirborðsvörn og bindingu á umferðarminni vegi eða plön. Með því að nýta fræs á þennan hátt sparast því bæði námuvinnsla á nýju efni, líftími asfalts sem er bindiefnið er lengdur og endurvinnsluhlutfallið nálgast 100%.


Þetta er því sannarlega grænn kostur

fraes.jpg
SERVICES

Deildir

Capture.PNG

Sér um framleiðslu á steinefnum í malbik og á malbiki, ásamt sölu til annarra aðila. Steinastærðir sem framleiddar eru, eru 11/16 mm, 8/11 mm, 5/8 mm, 0/8 mm og 0/4 mm

Nánari upplýsingar veitir Theodór Welding deildarstjóri framleiðsludeildar.
Tölvupóstur: doriw@malbik.is
Sími: 696-5843

MBL0298203.jpg

Annast útlögn malbiks og vetrarþjónustu. Deildinni tilheyra vélar og tæki til malbiksútlagnar og vetrarþjónustu. Allir bílar eru búnir ferilskráningarkerfi.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Gunnlaugsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar.
Tölvupóstur: peturthor@malbik.is
Sími: 693-5862

IMG_4710.JPG

Rannsóknadeildin annast eftirlit á framleiðslu á steinefnum og malbiki  Einnig fylgist deildin með útlögn malbiks á verkstað.Deildin er vel tækjum búin til að annast rannsóknir á steinefnum.

Nánari upplýsingar veitir Elín Ásgeirsdóttir, gæða- og deildarstjóri rannsóknar og þróunardeildar.
Tölvupóstur: elina@malbik.is
Sími: 693-5869

Blikastaðavegur malbikaður.jpg

Býður upp á fyrsta flokks þjónustu sem snýr að tilboðsgerð við verkefni, svörun fyrirspurna frá viðskiptavinum og vigtun bifreiða og tækja. Einnig sér deildin um smásölu.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Gunnarsson, rekstarstjóri.
Tölvupóstur: hordur@malbik.is
Sími: 8424740

Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir, deildarstjóri sölu og markaðsdeildar.
Tölvupóstur: hafdis@malbik.is

Sími : 8435142

Vínlandsleið malbikuð.jpg

Stjórn

Framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða er Birkir Hrafn Jóakimsson
 

Stjórnarformaður er Helgi Geirharðsson og aðrir stjórnarmeðlimir eru Sigðurður Ágúst Sigurðsson, Kristín Vala Matthíasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf


 

ABOUT
2018-11-14 14.42.33.jpg

Okkar vegir,
ykkar velferð

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Reykjarvíkurborgar og Aflvaka hf.  Fyrirtækið var stofnað 1996 þegar að Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar og Grjótnám Reykjavíkurborgar var sameinað. Síðan þá hefur starfstöð okkar verið við Sævarhöfða í Reykjavík en með nýrri framtíðarsýn Reykjavíkurborgar hefur verið tekin ákvörðun um flutning og á haustmánuðum 2021 hófst flutningur á malbikunarstöð fyrirtækisins á nýja lóð við Álhellu í Hafnarfirði.  Síðan þá höfum við verið með starfsemi á báðum stöðum meðan á flutningum stendur.
 

Fyrirtækið framleiðir malbik í hæsta gæðaflokki og fyrir íslenskar aðstæður. Jafnframt er mikil áhersla lögð á umhverfisvernd sem meðal annars snýr að aukningu endurvinnslu hlutfalls á malbiki.  Sífellt eru að koma fram auknar kröfur um gæði malbiks sem fyrirtækið mætir með stöðugum umbótum í vöruþróun á malbiksgerðum sem framleiddar eru. Því eru unnar umfangsmiklar hönnunarrannsóknir á rannsóknarstofu fyrirtækisins.
 

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð og til þess að tryggja bestu útkomu erum við með þaulreynda og hæfa starfsmenn sem sérhæfa sig í útlagningu á malbiki og einnig hálkueyðingu og snjóruðningi á veturna.
 

Malbikunarstöðin Höfði hf. er framsækið fyrirtæki sem er með jafnlaunavottun. Einnig erum við með vottun á ISO 9001 gæðastaðli, ISO 14001 umhverfisstaðli og ISO 45001 öryggisstaðli. Gæðakerfin eiga að tryggja það að varan uppfylli þær gæðakröfur sem kaupandi gerir og er  strangt gæðaeftirlit  með vörunni sem er í samræmi við staðlaðar prófanir sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.

PROJECTS
CONTACT

Hafa samband

Tengiliðir

Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir
reikningar@malbik.is

Bókhald  og innheimta

Hörður Gunnarsson
hordur@malbik.is

Tilboð

Elín Ásgeirsdóttir
elina@malbik.is

Rannsóknar og gæðamál

Heimilisfang

Skrifstofa
Sævarhöfði 6 - 10

110 Reykjarvík
Ísland

Framleiðsludeild
Álhella 34
221 Hafnarfjörður
Ísland

 

bottom of page