top of page
20190510_112844.jpg

Framkvæmdadeild

Framkvæmdadeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. annast útlögn malbiks og vetrarþjónustu. 

Útlögn malbiks 

Deildinni tilheyra vélar og tæki til malbiksútlagnar. Það eru útlagnavélar, valtarar, fræsarar, bílar af ýmsum gerðum auk annarra tækja. Athafnasvæðið er suður og vesturland. Deildin er samsett af þaulreyndu fólki með margra ára reynslu í malbikunarframkvæmdum og vetrarþjónustu með því myndast sérhæfing og reynsla sem tryggir vönduð vinnubrögð.

Vetrarþjónusta 

Á veturnar sinna starfsmenn framkvæmdadeildar hálkueyðingu og snjómokstri fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni tilheyra vörubifreiðar sem eru útbúnar fyrir hálkueyðingu og snjóruðning með saltkassa, snjótennur og ferilskráningarkerfi.
Auk þess eru annars konar tæki sem henta til vetrarþjónustu til staðar.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Gunnlaugsson deildarstjóri framkvæmdadeildar. Tölvupóstur: peturthor@malbik.is, sími: 693 5862

bottom of page