top of page
22-0000.Hofdi-malbikunarstod-logo4-RGB.png
20211110_132716.jpg

Framleiðsludeild

Framleiðsludeildin annast framleiðslu á steinefnum í malbik og á malbiki ásamt sölu steinefna til annarra aðila.

Framleiðsla malbiks

Segja má að hægt sé að framleiða nánast hvaða þá gerð sem kaupandi óskar eftir svo framarlega sem hráefni er til staðar og útbúnaður gerir það mögulegt. Starfsmenn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. veita upplýsingar og ráðgjöf um það hvaða malbiksgerðir eiga best við hverju sinni. Á hverju ári eru framleiddar fjöldi malbiksgerða en þróaðar hafa verið nýjar malbiksgerðir á síðustu árum. Þær skiptast í nokkrar megintegundir sem skulu uppfylla kröfur í samræmi við skilgreiningar á Gæðastjórnunarkerfinu, Umhverfisstjórnunarkerfinu og CE merkingum á malbiki.

Malbikunarstöðvar

Við framleiðslu malbiks er notuð tölvustýrð Benninghoven malbikunarstöð sem getur afkastað á milli 120 - 160 tonnum á klst. Rekstur stöðvarinnar, uppsetning og skipulag framleiðslu byggir á BAT (besta fáanlega tækni) leiðbeiningum frá EAPA (European asphalt pavement association). BAT aðferðarfræðin byggir á að nýta bestu mögulegu tækni til að uppfylla umhverfisverndarkröfur innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánari upplýsingar veitir Theodór Welding Deildarstjóri Framleiðsludeildar. Tölvupóstur: doriw@malbik.is, sími: 6965843

319360794_1769418033414036_5929940197952755628_n.jpg

Tölvustýring í Beninghoven malbikunarstöð

bottom of page