Rannsóknar og þróunardeild
Rannsókna- og þróunardeild fyrirtækisins er vel tækjum búin til að annast rannsóknir á steinefnum sem berast til fyrirtækisins. Deildin er í stakk búin til að annast rannsóknir fyrir aðra aðila á vissum sviðum. Rannsóknadeildin hannar og rannsakar nýjar gerðir malbiks áður en þær fara í framleiðslu og sölu.
Rannsóknadeildin annast eftirlit á framleiðslu á steinefnum og malbiki samkvæmt ISO 9001, 14001, og 45001. Einnig fylgist deildin með útlögn malbiks á verkstað. Við framleiðslu og kaup á steinefnum er stuðst við prófunaraðferðir, tíðni prófana og efniskröfur samkvæmt stöðlunum ÍST EN 13043 og ÍST EN 12620. Gerðar eru kröfur til bindiefnis í samræmi við staðal ÍST EN 12591. Við framleiðslu á malbiki er fylgt staðli ÍST EN13108.
Einnig er fylgt eftir leiðbeiningum um efnisrannsóknir og efniskröfur, sem er útgefið af Vegagerðinni varðandi kröfur til hráefna og framleiðslu sem ekki eru tilteknar í ÍST EN stöðlum.
Nánari upplýsingar veitir Elín Ásgeirsdóttir gæðastjóri/deildarstjóri rannsókna - og þróunardeildar. Tölvupóstur: elina@malbik.is sími: 693 5869