top of page
Vínlandsleið malbikuð.jpg

Vottanir og stefnur

Umhverfisstefna

Malbikunarstöðin Höfði hf. vinnur að því að koma í veg fyrir mengun af starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið vinnur að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála. Fyrirtækið vaktar og stýrir umhverfisþáttum.

Malbikunarstöðin Höfði hf. uppfyllir kröfur samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli. Fyrirtækið uppfyllir kröfur samkvæmt ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli.

Malbikunarstöðin Höfði hvetur starfsmenn til að vinna störf sín á umhverfisvænan hátt. Fyrirtækið stefnir að því að ráða hæft starfsfólk sem fær þjálfun og fræðslu til að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni.

Fyrirtækið fylgist með að lögum og reglugerðum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins sé fylgt. Enn fremur fylgist fyrirtækið reglulega með breytingum á lögum og reglugerðum .

Malbikunarstöðin Höfði hf. færir grænt bókhald.

Malbikunarstöðin Höfði hf. tekur tillit til umhverfisþátta við val á innkaupum og við framkvæmdir.

Fyrirtækið gætir að umhverfisþáttum við vöruþróun.

Malbikunarstöðin Höfði hf. tekur tillit til umhverfisþátta við val á nýjum framleiðsluferlum.

Umhverfismarkmið.

Malbikunarstöðin Höfði hf. ætlar að minnka notkun á óendurnýjanlegum orkugjöfum.

Malbikunarstöðin Höfði hf. ætlar að minnka magn almenns sorps .

Malbikunarstöðin Höfði hf. ætlar að auka framleiðslu á endurnýttu malbiki.

Gæðastefna

Malbikunarstöðin Höfði hf. er traust fyrirtæki, sem vinnur stöðugt að endurbótum á framleiðsluvörum sínum, þjónustu og framkvæmdum á vegum fyrirtækisins. Fyrirtækið fer að lögum og reglugerðum og framfylgir stöðlum varðandi framleiðsluvörur sínar.

 

Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir að því að vinna í samræmi við þarfir og kröfur hagsmunaaðila. Fyrirtækið selur viðskiptavinum sínum góða vöru og veitir þeim jafnframt góða þjónustu og uppfyllir þannig kröfur og óskir viðskiptavina sinna sem best hverju sinni.

Fyrirtækið stefnir að því, að uppfylla kröfur samkvæmt ISO 9001 staðli og jafnframt hefur fyrirtækið það að markmiði, að framleiðsluvörur þess uppfylli allar gæðakröfur, sem gerðar eru samkvæmt CEN-stöðlum.

 

Einnig stefnir fyrirtækið að því, að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru í útboðslýsingum ýmissa verkkaupa og jafnframt stefna á, að öll mæld gildi séu innan marka þeirra krafna.

Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir að því að hafa yfir að ráða hæft starfsfólk sem tekur þátt í að framfylgja þeim gæðakröfum, sem þjónusta og framleiðsluvörur fyrirtækisins þurfa að uppfylla.

 

Gæðamarkmið.

 

Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir á að frávik séu ekki meiri en 5 % frá umbeðinni þykkt útlags malbiks að meðaltali í útboðum.

Malbikunarstöðin Höfði hf. stefnir á að minnsta kosti 95 % rannsóknarsýna uppfylli  holrýmdarkröfur í útboðum.

Öryggisstefna

Malbikunarstöðin Höfði hf. er traust fyrirtæki sem er umhugað um heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Fyrirtækið skuldbindur sig til að útvega búnað til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna sinna við vinnu. Í þeim tilgangi vaktar fyrirtækið þá öryggisþætti sem gætu valdið starfsmönnum tjóni.

 

Malbikunarstöðin Höfði hf. uppfyllir kröfur samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli. Fyrirtækið uppfyllir kröfur samkvæmt ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli. Fyrirtækið uppfyllir kröfur samkvæmt ISO 45001 öryggisstaðli.

 

Innan fyrirtækisins starfar vinnuverndarráð, þar er meðal annars fulltrúi starfsmanna. Vinnuverndarráð tekur þátt í að móta öryggisreglur fyrirtækisins.

 

Fyrirtækið fylgist með  að lögum og reglugerðum sem tengjast starfsemi fyrirtækisins sé fylgt. Enn fremur fylgist fyrirtækið reglulega með  að vinnuumhverfi og vinnubúnaður sé með löglegum hætti .

 

Malbikunarstöðin Höfði hf. vill efla fræðslu og þekkingu starfsmanna á öryggismálum. Fyrirtækið leggur áherslu á að starfsmenn fái starfsþjálfun til að auka öryggisvitund þeirra.

 

Malbikunarstöðin  Höfði hf. vinnur að stöðugum umbótum á sviði öryggismála.

 

Fyrirtækið styrkir starfsmenn til heilsuræktar og fyrirbyggjandi heilsugæslu.

 

Malbikunarstöðin Höfði hf. framkvæmir áhættugreiningar reglulega og gerir innri úttektir á áhættuþáttum er varða öryggi.

 

 

Öryggismarkmið.

 

 

Markmið Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. er að vera slysalaus.

Jafnlaunastefna

Stefna Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. er að fylgja jafnréttislögum nr.15/2020 um að komið sé í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns, og og öllu starfsfólki hjá fyrirtækinu sé tryggt jafnrétti. Meginreglan er sú að öllu starfsfólki skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Jafnlaunastefna Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. nær til allra starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu.

 

Fyrirtækið fer eftir staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi. Samkvæmt staðlinum skal starfsfólk njóta sömu réttinda hjá fyrirtækinu óháð kyni.

 

Fyrirtækið stefnir að því að stöðugar umbætur séu í jafnlaunakerfinu. Enn fremur vinnur fyrirtækið að eftirliti og viðbrögðum ef misbrestur er á uppfyllingu jafnlaunastefnu fyrirtækisins.

 

Fyrirtækið stefnir að því að kynna jafnlaunastefnu fyrirtækisins fyrir öllu starfsfólki þess, Jafnalaunastefna fyrirtækisins er  aðgengileg starfsfólki og almenningi.

 

Starf sem er auglýst skal vera opið jafnt óháð kyni.

Tryggt verði að allt starfsfólk óháð kyni  njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og símenntunar og sæki námskeið sem eru haldin til auka hæfni í starfi.

Hvers kyns kynbundið ofbeldi eða áreitni skal ekki vera liðið á vinnustaðnum.

 

Markmið

 

Markmið jafnlaunastefnu Höfða er að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur ágreiningur um launamun í fyrirtækinu sé til staðar.

Markmið fyrirtækisins er að nýta hæfni og kunnáttu starfsmanna án þess að kynbundin mismunur eigi sér stað.

Til þess að uppfylla markmið fyrirtækisins eru tilgreindar ábyrgðarskiptingar hjá fyrirtækinu. Launagreiningar eru framkvæmdar með jafnlaunaviðmið sem þáttagreiningu.

Viðmið er 5% vikmörk verðmætamats samanborið við föst laun

Staðlar

 

Malbikunarstöðinn Höfði hefur komið upp, skjalfest og innleitt gæðastjórnunarkerfi sem það mun viðhalda og vinna að stöðugum umbótum á, í samræmi við staðalinn ÍST EN ISO 9001. Jafnframt hefur verið komið upp, skjalfest og innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem er viðhaldið og unnið er að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur staðalsins ÍST EN ISO 14001.  

 

Fyrirtækið einsetur sér að veita faglega og góða þjónustu þar sem öryggissjónarmið eru í hávegum höfð. Lögð er sérstök áhersla á að uppfylla þarfir viðskiptavina og starfsmanna ásamt gildandi lögum og reglugerðum til að viðhalda fyllsta öryggis í samræmi við ISO 45001 staðalinn, sem fyrirtækið hefur fengið vottun á. Fyrirtækið einsetur sér að fylgja eftir og innleiða markvissar aðferðir við ákvörðun launa þar sem jafnlaunasjónarmið eru til grundvallar. Lögð er sérstök áhersla á að markmið varðandi launajafnrétti kynja sé höfð til hliðsjónar  starfsmanna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir og fyrirtækið fékk jafnlaunavottun 2020.

Við framleiðslu og kaup á steinefnum er staðlinum ÍST EN 13043 og ÍST EN 12620 fylgt varðandi prófunaraðferðir, tíðni prófana og efniskröfur, nema kröfur verkkaupa tilgreini annað. Gerðar eru kröfur til bindiefnis í samræmi við staðal ÍST EN 12591. Við framleiðslu á malbiki er staðlinum ÍST EN 13108 fylgt, jafn óðum og einstakir hlutar hans taka gildi, nema kröfur verkkaupa tilgreini annað. Einnig er fylgt eftir leiðbeiningum um efnisrannsóknir og efniskröfur, sem er útgefið af Vegagerðinni, fylgt varðandi kröfur til hráefna og framleiðslu sem ekki eru tilteknar í ÍST EN stöðlum.

Malbikunarstöðin Höfði hf hefur komið upp skjalfest og innleitt CE merkingar á vörum fyrirtækisins sem er viðhaldið. Fyrirtækið leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum vörur sem uppfylla kröfur viðskiptavina og gildandi laga og reglugerða. Lögð er áhersla á að auka ánægju viðskiptavina með því að vinna að stöðugum umbótum

Fyrirtækið ábyrgist að vörur þess uppfylli tilskipanir Evrópusambandsins. Gerðarprófanir og lágmarksprófanir eru í samræmi við

ÍST EN 13043 og ÍST EN 12620.

CE merktar vörur fyrirtækisins eru í samræmi við CEN staðla án undantekningar.

Malbikunarstöðin Höfði hf hefur komið upp skjalfest og innleitt CE merkingar á vörum fyrirtækisins sem er viðhaldið. Fyrirtækið leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum vörur sem uppfylla kröfur viðskiptavina og gildandi laga og reglugerða. Lögð er áhersla á að auka ánægju viðskiptavina með því að vinna að stöðugum umbótum

Fyrirtækið ábyrgist að vörur þess uppfylli tilskipanir Evrópusambandsins. Gerðarprófanir og lágmarksprófanir eru í samræmi við

ÍST EN 13043 og ÍST EN 12620.

CE merktar vörur fyrirtækisins eru í samræmi við CEN staðla án undantekningar.

Smellið hér til að sjá CE Vottun malbiks

bottom of page